Líf styrktarfélag hlaut á dögunum veglegan styrk frá Rebekkustúku nr. 1, Bergþóru, að upphæð 614.800 kr. Styrkurinn var nýttur til kaupa á tveim nýjum lífsmarkamælum fyrir Meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala. Mælarnir eru mikilvægt öryggistæki fyrir deildina ogþví kemur þessi styrkur sér einstaklega vel.
Flottir fulltrúar Bergþórustúku mættu til okkar á kvennadeildina til að afhenda deildinni mælana formlega. Það var einstaklega gaman að hitta þær systur og fá betri innsýn inn í þeirra fallega starf.
Hjartansþakkir Bergþórustúka fyrir veittan styrk og ykkar þátt í að gera kvennadeild okkar allra að enn öruggari og betri stað.