Skilmálar
Skilmálar
Líf styrktarfélag, Pósthólf 70, 270 Mosfellsbær, Sími: 833 3330, lif@lifsspor.is
Skilmálar þessir gilda um sölu á vörum í vefverslun Líf styrktarfélags. Við kaup á
vörum í vefversluninni undirgengst viðskiptavinur skilmálana. Upplýsingar á
vefsíðunni eru birtar með fyrirvara um bilanir, vírusa eða innsláttarvillur.
Afhending vöru
Afhendingartími vöru er 1 - 3 virkir dagar en gæti tekið lengri tíma á álagstímum.
Pósturinn afhendir pantanir en hægt er að sækja vörur samkvæmt samkomulagi.
Vinsamlegast sendið póst á lif@lifsspor.is ef óskað er eftir að sækja vörur í stað
þess að fá sent.
Afhending-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins gilda um afhendingu
vörunnar.
Líf styrktarfélag áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra
verðupplýsinga eða annarra mistaka.
Verð á vöru
Verð á síðunni eru í íslenskum krónum og með VSK.
Líf styrktarfélag áskilur sér rétt til að breyta verðum án fyrirvara og afturkalla
tilboð hvenær sem er.
Skilafrestur
Viðskiptavinur hefur rétt á að skila vöru innan 14 daga frá því að viðskiptavinur
veitti vörunni viðtöku og fá hana að fullu endurgreidda. Eingöngu er hægt að skila
vöru sé hún með órofnu innsigli og í óskemmdum upprunalegum umbúðum.
Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja.
Endurgreiðsla er framkvæmd ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.
Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um er að ræða
ranga/gallaða vöru.
Hægt er að skila vöru með því að senda hana ásamt kvittun á: lif@lifsspor.is
Röng vara / Galli á vöru
Ef viðskiptavinur hefur fengið afhenta ranga eða gallaða vöru mun Líf
styrktarfélag annað hvort, að vali viðskiptavinar, endurgreiða vöruna ásamt
sendingarkostnaði eða láta viðskiptavin hafa nýja vöru án frekari kostnaðar eða
endurgjalds.
Tilkynninga skal Líf styrktarfélagi um ranga eða gallaða vöru í síma: 833 3330
eða með því að senda okkur póst á netfangið lif@lifsspor.is.
Styrkir
Hægt er að gerast að gerast Lífsfélagi með mánaðarlegum styrktargreiðslum.
Lífsfélagar geta sjálfir ráðir upphæð á mánaðarlegu framlagi sínu. Það er alltaf
hægt að segja upp styrktaráskrift með því að senda tölvupóst á lif@lifsspor.is.
Taka þarf fram fullt nafn og kennitölu.
Einnig er hægt að styrkja félagið með stökum styrk með upphæð að eigin vali.
Hægt er að millifæra beint á reikning félagsins eða ganga frá greiðslu í gegnum
heimasíðuna www.lifsspor.is. Einnig er hægt að greiða með AUR appinu í
númerinu 123 833 3330.
Styrkir fást ekki endurgreiddir.
Breytingar á skilmálum og úrlausn deilumála
Um skilmála þessa gilda íslensk lög, þ.m.t. ákvæði laga um neytendakaup nr.
48/2003 og laga nr. 16/2016 um neytendasamninga.
Líf styrktarfélag áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum þessum. Breytingar
taka gildi eftir útgáfu uppfærðra skilmála á vefsíðu Líf styrktarfélags. Rísi
ágreiningsmál milli Líf styrktarfélags og viðskiptavina félagsins skal það rekið fyrir
Héraðsdómi Reykjaness.
Um vinnslu persónuupplýsinga vísast til persónuverndarstefnu Líf styrktarfélag
sem lesa má hér.