Styðjum konur og fjölskyldur þeirra á mikilvægum stundum með bættri aðstöðu og umönnun.
Líf styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna.
Líf er fyrir alla sem vilja bæta aðstöðu og þjónustu kvennadeildar.
Líf er stofnað með langtímaverkefni í huga og það mun afla fjár með félagsgjöldum sem greidd verða ár hvert og einnig standa að margvíslegum fjáröflunum.
Að félaginu standa núverandi og fyrrverandi starfsmenn kvennadeildar ásamt breiðum hópi fólks víðsvegar úr þjóðfélaginu.
Þó skírskotun sé augljós til kvenna vegna kvennadeildar leggjum við áherslu á að félagið er fyrir karla og konur enda njóta karlar einnig þjónustu kvennadeildar þar sem börn þeirra fæðast og margir dvelja einnig hjá okkur á meðan fæðingu/sængurlegu stendur.