Frá því Líf var stofnað hefur heilmikið breyst á kvennadeild Landspítala, svo mikið að sumir tala um spítalann fyrir og eftir tilkomu Lífs.

Aðbúnaður bæði starfsfólks og þeirra sem njóta þjónustunnar hefur verið bættur til muna, bæði með tækjum þar sem við á en einnig hlutum sem gera umhverfið notalegra. Það á nefnilega öllum að líða eins vel og kostur er innan veggja kvennadeildarinnar. Við eigum afar gott samstarf við starfsfólkið og leggjum okkur fram við að mæta sem flestum óskum þeirra um styrki til að gera góðan stað enn betri.
Það getum við gert með hjálp ykkar Lífsfélaga.

Samþykktir styrkir árið 2024

Samanbrjótanlegt efni

Göngugrind fyrir 22A  Meðgöngu- og sængurlegudeild

Kostnaður tæp 200.000 kr. Fjármagnað með styrk vegna Evustofu.

Mikilvægur hjálpartæki fyrir þær sem þurfa stuðning vegna máttleysis eða svima eftir fæðingu.

Vscan Air ómtæki fyrir þvagblöðru fyrir 22A - Meðgöngu- og sængurlegudeild

Kostnaður 750.000 kr.

Þráðlaust lítið ómtæki sem notað er til að óma þvagblöðru en þvagteppa er algengur fylgikvilli í fæðingar- og kvensjúkdómum. 

Styrkur vegna bókaútgáfu, “Handbók um brjóstagjöf”.

Kostnaður 500.000 kr

Bók unnin af ljósmæðrum og brjóstagjafaráðgjöfum. Handbók fyrir foreldra, ömmur og afa, fagfólk og alla þá sem vilja styðja og valdefla konur í brjóstagjöf. 

21A - Novasure tæki og 6 einnota brennslutæki fyrir 21A Kvenlækningadeild

Kostnaður rúmar 2.300.000

Tæki sem býður upp á brennslu á legslímhúðinni (endometrial ablation) í staðdeyfingu. Þetta væri valkostur fyrir t.d. konur með ríkulegar blæðingar sem eru að nálgast tíðahvörf en þola illa hormónameðferð eða eru með frábendingu fyrir legnámsaðgerð.

Tvær Samsung Galaxy spjaldtölva f/túlkaþjónustu fyrir 21A Kvenlækningadeild

Kostnaður tæpar 300.000

Þegar ekki er möguleiki á túlkþjónustu geta spjaldtölvunar komið að mjög góðum notum til að koma áfram mikilvægum heilsufarsupplýsingum.

Tveir La-Z boy hægindastólar fyrir 23B Fæðingarvakt

Kostnaður tæpar 400.000.

Fjármagnað með styrk vegna 90 ára afmælis Kristrúnar Sigurrós Malmquist, fyrrum ljósmóður. 

Tvö Omniscope legspeglunartæki og ljóskapall fyrir tækin fyrir 21A Kvenlækningadeild

Kostnaður rúmar 2.000.000

Legspeglun er gerð til að skoða inn í legið, greina mögulega sjúkdóma þar eins og æxli, vöðvahnúta, samvexti, sepa og meðfædda galla. Að auki er legspeglun stundum notuð til að greina orsakir ófrjósemi og óreglulegra blæðinga.

Reboza sjöl fyrir 23B Fæðingarvakt

Kostaður tæplega 60.000 kr.

Fjármagnað með styrk vegna 90 ára afmælis Kristrúnar Sigurrós Malmquist, fyrrum ljósmóður. 

Sjölin er hægt að nota í fæðingu til að koma barni í góða stöðu, það auðveldar fæðinguna og hjálpar til við að fá betri gang í fæðingarferlið.

Hús- og borðbúnaður fyrir  fyrir 22B/21B Meðgönguvernd og fósturgreiningardeild

Kostnaður rúmar 40.000 kr. 

Innkaup fyrir nýja starfsstöð fyrir fósturgreiningardeild sem er nú staðsett tímabundið í Skógarhlíð 42. 

Tvö fósturhjartsláttartæki (doptone) fyrir 22B/21B Meðgönguvernd og fósturgreiningardeild

Kostnaður um 250.000 kr.

Mikilvægt öruggistæki til að  að staðfesta að fósturhjartsláttur sé til staðar og hlusta eftir frávikum. Óeðlileg hjartsláttartíðni getur hins vegar bent til hugsanlegra vandamála sem hvetur til frekara mats.

Færanlegu skoðunarljós fyrir 22A  Meðgöngu- og sængurlegudeild

Kostnaður tæpar 500.000 kr. 

Þegar framkvæmdar eru ástungur á meðgöngu til að greina mögulega fósturgalla er nauðsynlegt að vera með góða lýsingu líkt og er á skurðstofum. Ástungur eru nákvæmnisvinna sem krefjast bestu aðstæðna sem í boði eru.

Sónartæki fyrir Fæðingarheimili Reykjavíkur

Kostnaður 650.000 kr.

Mikilvægt öryggistæki til að meta hvort barn sé sannarlega í höfuðstöðu í byrjun fæðingar og til að nýta til frekari greiningar.

Samþykktir styrkir árið 2023

Samanbrjótanlegt efni

Blöðruskanni fyrir 21A Kvenlækningadeild

Kosnaður tæpar 1.120.000 kr. 

Dæla f. Legspeglunartæki fyrir 21A Kvenlækningadeild

breyting á fyrri styrk - 3.050.438

Legspeglun er gerð til að skoða inn í legið, greina mögulega sjúkdóma þar eins og æxli, vöðvahnúta, samvexti, sepa og meðfædda galla. Að auki er legspeglun stundum notuð til að geina orsakir ófrjósemi og óreglulegra blæðinga.

Tvær MamaBirth æfingadúkkur fyrir allar deildir 

Kostnaður 740.000 kr.

Verkefnið var fjármagnað með styrk frá VíS. Ár hvert eru haldnar bráðaæfingar (PROMPT) þar sem allir starfsmenn barneignarþjónustunnar, ljósmæður, læknar, hjúkrunarfræðingar og  sjúkraliðar, taka þátt. Þar er æfð teymisvinna í bráðatilfellum  s.s. endurlífgun nýbura, blæðing eftir fæðingu, axlarklemma o.fl. Æfingardúkkurnar eru nýttar á þessum æfingum og eru því mjög mikilvægt öruggistæki.

MamaBreast æfingadúkka fyrir 22A - Meðgöngu- og sængurlegudeild

Kostnaður rúmar 50.000 kr. 

Þrjár Medela vélum og 3 hjólastandar fyrir vélarnar 22A - Meðgöngu- og sængurlegudeild

Kostnaður tæpar 1.000.000 kr. 

Sérsmíðað borð undir fæðingadúkku fyrir allar deildir

Kostnaður tæpar 300.000 kr  

Með nýju sérsmíðuðu borði er aðgengi að æfingum með dúkkuna mun betra og einnig auðveldara að flytja milli deilda til að nýta í kennslu. 

Ómtækni (sónar) fyrir 21A Kvenlækningadeild

Kostnaður rúmar 6.000.000 kr. 

Tækið er m.a. notað til greiningar á bæði góðkynja og illkynja sjúkdómum í kvenlíffærum. Nýja tækið gefur möguleika á mun nákvæmari skoðun en áður. 

Átta meðgönguskífur fyrir 22B/21B Meðgönguvernd og fósturgreiningardeild

Kostnaður tæpar 80.000

Þráðlaus Fóstur- og móðurnemi, ásamt fylgihlutum fyrir 23B Fæðingarvakt

Kostnaður tæp 1.000.000. Fjármagnað að hluta með 500.000 kr. styrk frá samfélagssjóðnum Hjálparhellu frá  BM Vallá.

Neminn gefur fæðandi konum kost á að vera á hreyfingu og í baði sé áhugi fyrir því, en sýnt hefur fram á að  hreyfing móður eykur líkur á að fóstrið gangi eðlilega niður í grind móður og eykur þar með líkur á eðlilegri fæðingu. Neminn er mikilvægt hjálpartæki til þess að greina óeðlilegan fósturhjartslátt frá eðlilegum fósturhjartslætti og grípa til viðeigandi ráðstafanna ef hætta skapast. 

Lífsmarkamælar  fyrir 22A Meðgöngu- og sængurlegudeild og einn mælir fyrir 22B/21B Meðgönguvernd og fósturgreiningardeild

Kostnaður um 5.400.0000 kr. 

Fjármagnað með veglegum 5.000.0000 kr. styrk frá Líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar. Einnig gaf Rebekkustúka nr 1, Bergþóra, tvo mæla.

Lífsmarkamælarnir eru notaðir til að fylgjast með líðan móður eftir fæðingu og gefa strax til kynna ef frávik verða í lífsmörkum og því mikilvægt öryggistæki fyrir konur í sængurlegu, sérstaklega  fyrir konur í áhættuhópum. 

Glaðloftstæki ásamt aukahlutum fyrir 23B Fæðingarvakt

Kostnaður tæp 1.000.0000 kr. 

Glaðloft er notað í flestum fæðingum á deildinni og hefur þá kosti að það er verkjastillandi fyrir móður en hefur engar aukaverkanir fyrir móður eða barn.

Samþykktir styrkir árið 2022

Samanbrjótanlegt efni

Hjólastóll fyrir 23B Fæðingarvakt

Kostnaður tæpar 150.000 kr. 

Mikilvægt t.d. fyrir mæður á leið í fæðingur þar sem  litlum krílum liggur mikið á að komast í heiminn.

Skurðstofuljós á fæðingarstofu fyrir 23B Fæðingarvakt

Kostaður tæpar 900.000 kr. 

Mikilvæg ljós fyrir nákvæmisvinnu, t.d. þegar þarf að skoða fæðingaveginn og sauma mögulegar rifur eftir fæðingu.

Kaup á hormónalykkjum og stöfum fyrir 21A Kvenlækningadeild

Kostnaður  60.0000 kr. 

Blóðþrýstingsmælar f monitora fyrir 23B Fæðingarvakt

Kostnaður tæpar 1.200.000 kr. 

Nýjir mælar sem tengjast sjúkraskráningakerfinu (Saga) sjálfkrafa sem er mikið öryggisatriði og tímasparnaður.

Flutningsbekkur fyrir 22A Meðgöngu- og sængurlegudeild

Kostnaður tæpar 600.000 kr. 

Bekkurinn skiptir sköpum fyrir öryggi skjólstæðinga kvennardeildar þegar það þarf að flytja konur milli hæða í flýti, vegna blæðinga, yfirvofandi fyrirburafæðingar eða í öðrum bráðaaðstæðum.

Samþykktir styrkir árið 2021

Samanbrjótanlegt efni

Ísskápar fyrir 23B Fæðingarvakt

 Kostnaður rúmar 70.000 kr. 

Hvíldarsófar fyrir starfsfólk 23B Fæðingarvakt

Kostnaður um 630.000 kr. 

Tölvubúnaður fyrir skurðstofu á 23B Fæðingarvakt

Kostnaður um 300.000 kr. 

Doptone hlustunartæki 22B/21B Meðgönguvernd og fósturgreiningardeild

 Kostnaður um 340.000 kr. 

Akranes Skoðunarstóll og áhaldaborð fyrir Fæðingardeild HVE Akranesi

 Kostnaður um 3.223.000 kr.

Blóðþrýstingsmælar og áhaldaborð fyrir 21A Kvenlækningadeild

 Kostnaður 1.770.000 kr. 

Hvíldarsófi á bráðavakt meðgönguverdar fyrir 22B/21B Meðgönguvernd og fósturgreiningardeild

Kostnaður um 260.000 kr. 

Skoðunarbekkir fyrir fósturgr. 21B

Kostnaður um 1.050.000 kr.

Fæðingartöskur fyrir Björkina

 Kostnaður um 860.000 kr.

Sogklukka

 Kostnaður 320.000 kr

Samþykktir styrkir árið 2020

Samanbrjótanlegt efni

Ráðgjafaherbergi

Kostnaður 70.000 kr.

Skilrúm fyrir 21-A kvenlækningadeild

500.000 kr.

5 hægindastólar fyrir meðgöngu- og sængurlegudeild

Kostnaður um 570.000 kr.

Húsgögn fyrir fundarherbergi kvennadeildar

Kostnaður 1.000.000 kr.

Stólar frá Pennanum

Kostnaður 300.000 kr.

10 Blóðþrystingsmælar  Kv.l. og meðg.og sængur

Kostnaður rúmlega 3.800.000 kr.

Accu vein 21-B

Kostnaður rúmlega 700.000 kr. 

Skenkar fyrir fæðingarvakt

Kostnaður um 920.000 kr.