Lífssporið – góðgerðahlaup Lífs styrktarfélags 30. maí kl: 18

Lífssporið – góðgerðahlaup Lífs styrktarfélags 30. maí kl: 18

Vera Víðisdóttir

LÍF styrktarfélag stendur aftur í ár fyrir götuhlaupinu Lífssporið fimmtudaginn 30. maí kl: 18. Lífssporið er haldið í góðu samstarfi við aðalstyrktaraðila hlaupsins Útilíf og Sjóvá sem hjálpa okkur að gera hlaupið okkar enn glæsilegra.

Í ár rennur allur ágóði af hlaupinu í söfnun fyrir tveim nýjum tækjum til legspeglunar í staðdeyfingu. Legspeglun er gerð til að skoða inn í legið, greina mögulega sjúkdóma þar eins og æxli, vöðvahnúta, samvexti, sepa og meðfædda galla. Að auki er legspeglun stundum notuð til að greina orsakir ófrjósemi og óreglulegra blæðinga. Þessar rannsóknir voru áður framkvæmdar í svæfingu en með þessum nýju tækjum gefst kostur á aðgerð án svæfingar og því mun minna inngripi fyrir skjólstæðinga kvennadeildarinnar sem geta nú farið heim strax að lokinni speglun.

Skráning í hlaupið og allar nánari upplýsingar má finna hér:

Skráning í Lífssporið

Við hlökkum til að sjá ykkur öll og hlaupa og ganga saman til góðs fyrir kvennadeild okkar allra 🩷

Aftur á bloggið