Nýr ómhermir fyrir Kvennadeild Landspítala.

Nýr ómhermir fyrir Kvennadeild Landspítala.

Vera Vidisdottir

Líf styrktarfélag færði Kvennadeild Landspítalans á dögunum nýjan legganga ómhermi. Hægt er að nota hvaða ómtæki sem er með herminum og gefur það tækifæri á að þjálfa læknanema og lækna í sérnámi í ómskoðunum á kvenlíffærum. Sýnt hefur verið fram á að með góðri tækni er verulega hægt að auka öryggi við greiningu á ýmsum vandamálum í kvenlíffærum, þar á meðal í snemmþungun og vegna góðkynja og illkynja sjúkdóma.

Það er gríðarlega mikilvægur hluti af læknanáminu að efla og auka sem best hæfni læknanna okkar og því gott að fá tækifæri á að æfa vel hreyfifærnina sem þarf við ómskoðun áður en farið er í raunverulegar aðstæður. Ómskoðanir eru mikilvægur hluti af skoðunum hjá konum sem (m.a.) glíma við ófrjósemi og endómetríósu. Einnig gagnast ómskoðanir vel í að greina ýmisleg vandamál í kvennlíffærum, t.d. fyrirferðir á eggjastokkum, legi og fleira.

Líf styrktarfélag hlaut 500.000 kr. styrk úr styrktarsjóði Lyfju. Sýn Lyfju er að lengja líf og auka lífsgæði og því fellur þetta mikilvæga verkefni vel að gildum styrktarsjóðsins. Við þökkum Lyfju hjartanlega fyrir stuðninginn.

Aftur á bloggið