Guðmundur Hafþórsson sundkappi og einkaþjálfari þreytti sleitulaust sólarhrings áheitasund sumarið 2014 til styrktar Líf styrktarfélagi.
Guðmundur, eða Gummi Haff eins og hann er jafnan kallaður, ákvað að allur ágóði af sundinu í Ásgarðslaug myndi renna til endurbóta á aðstöðu fyrir foreldra sem þurfa að dvelja langdvölum á spítalanum vegna veikinda barna sinna. Guðmundur og kona hans höfðu sjálf fengið að kynnast aðstöðunni á vökudeild af eigin reynslu eftir að dóttir þeirra fæddist með aukarás í hjarta. Þau kynntumst því af eigin raun hvað það er mikilvægt að fjölskyldunni líði vel.
Guðmundur synti 61,1 kílómetra á sólarhring sem gerir um 2446 ferðir fram og til baka. Með þessu afreki náði hann að safna 1.7 milljón. Þessum fjármunum hefur verið varið í að innrétta þrjú herbergi fyrir konur og aðstandendur þeirra sem þurfa að dvelja lengur á spítala og eru með börn á vökudeild.