Styrkir & Framlög

Hvert framlag skiptir máli – þín hjálp getur breytt lífum

Það eru margar leiðir til að styðja Líf styrktarfélag. Hvort sem þú styrkir okkur með föstum mánaðarlegum greiðslum eða velur stakt frjálst framlag, getur þú hjálpað til við að bæta þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra.

Gerast Lífsfélagi

Frjálst framlag

Verslun

Gjafir og kort sem gleðja og styðja fjölskyldur á mikilvægum tímum

Líf Styrktarfélag upp á fjölbreytt vöruúrval sem styður okkar mikilvægt starf. Hvort sem þú velur fallega gjafavöru eða að senda kort til að heiðra minningu ástvinar, þá finnur þú réttu vöruna í vefverslun okkar.

Verslun

Markmið okkar

Að bæta aðbúnað kvenna og fjölskyldna þeirra á mikilvægum tímum

Við vinnum að því að konur og fjölskyldur þeirra fái þá bestu þjónustu sem hægt er að veita á mikilvægum tímum eins og á meðgöngu, í fæðingu og við kvensjúkdóma.

Stuðlum að betri framtíð fyrir konur og fjölskyldur.

Hvert framlag skiptir máli – þín hjálp getur breytt lífum

Stuðlum að betri framtíð fyrir konur og fjölskyldur. Líf styrktarfélag kvennadeildar Landspítala hefur stutt duglega við bakið á spítalanum allt frá stofnun félagsins árið 2009, en hátt í 300 milljónum króna hefur verið varið í umbætur og tækjakaup sem snerta bæði skjólstæðinga og starfsfólk. Líf hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Líf er mannúðarfélag og stofnað með langtímaverkefni í huga. Félagið aflar fjár með félagsgjöldum, margvíslegum fjáröflunum og styrktarsamstarfi.

Úthlutanir

Styrkir sem bæta þjónustu og aðstöðu

Við eigum afar gott samstarf við starfsfólkið og leggjum okkur fram við að mæta sem flestum óskum þeirra um styrki til að gera góðan stað enn betri.

Skoða meira